Bókhaldsstofa Vesturlands
Bókhaldsstofa Vesturlands veitir bókhaldsþjónustu fyrir einstaklinga í rekstri, lítil og meðalstór fyrirtæki.
Það skiptir ekki máli hvar á landinu þú eða fyrirtæki þitt er, það er ekkert mál að koma í þjónustu til okkar.
Viðskiptavinir okkar geta skannað öll bókhaldsgögn með símanum og sent þau rafrænt með öruggri skönnunarlausn beint inn í bókhaldskerfið. Einnig er hægt að áframsenda reikninga sem berast með tölvupósti á sérstakt netfang sem flytur gögnin sjálfkrafa inn í kerfið.
Með þessari leið minnkar hættan á að kvittanir eða önnur bókhaldsgögn týnist, gögnin berast tímanlega til bókarans og engin þörf er á að gera sér sérstaka ferð með pappírana.
Viðskiptavinir okkar sem kjósa að skila inn gögnum í pappírsformi eru þó ávallt velkomnir á skrifstofuna okkar.
Við leggjum okkur fram við að veita persónulega og trausta bókhaldsþjónustu með góðu utanumhaldi og skýrum ferlum. Hver viðskiptavinur hefur mismunandi þarfir og því reynum við að finna þá lausn sem hentar best fyrir hvern og einn til að tryggja áreiðanlegt og skilvirkt bókhald.
Þjónusta
Bókhald
Við sjáum um daglegt bókhald, gerð sölureikninga, afstemmingar, skil á virðisaukaskatti o.fl.
Launavinnsla
Vantar þig aðstoð við launavinnslu? Við sjáum um launaútreikning og skilagreinar.
Ársreikningar
Ert þú að sjá um bókhaldið en vantar aðstoð við skil á skattframtali og gerð ársreiknings?
Skattframtöl
Við sjáum um gerð skattframtala fyrir einstaklinga í eigin rekstri og án reksturs.
Bókhaldsaðstoð
Viltu auka skilvirkni í bókhaldinu? Vantar afleysingu eða aðstoð við ákveðna þætti bókhalds?

